Venjulegur dagur

Fólk virðist vera áhugasamt að vita hvað og hvenær ég borða á venjulegum degi. Setti þetta saman sem gæti gefið ykkur smá hugmynd.

morgunmatur 8:00. 1 L hræringur (boozt) þar sem ég blanda öllu mögulegu grænmeti og ávöxtum saman. Er bara eins hugmyndaríkur og hægt er. Bæti svo oft fræjum úti (t.d. Chia-, hör-, sólblóma-, graskers- o.s.frv.) og stundum haframjöli (sjá pistil um hræringa hér). Stundum fæ ég mér hafragraut með fræjum og ávöxtum.

Æfing klukkan 10:30. Strax eftir æfingu fæ ég mér oftast ávexti og hnetur t.d. banana, rúsínur, döðlur bara það sem er við hendina, eða hræring ef ég á hann til.

Hádegismatur 12:30. Fæ niðrá velli grænmetisrétt sem er oftast wok steikt grænmeti ásamt hrísgrjónum.

Millimál 14:00. hræringur ca. 0.5 L (sem er það sama og í morgunmat). Hnetur, döðlur, ávextir borða ég líka oft í millimál.

kvöldmatur 18:00. Hérna borða ég allt milli himins og jarðar, legg enn og aftur bara áherslu á fjöldbreytni. Ég borða baunir, freskt grænmeti (t.d. Salat), ég elska sætar kartöflur, og mikið af hráum mat.

kvöldnasl 20:00 er alltaf að reyna að draga úr þessu og ekki borða svona seint á kvöldin en það kemur fyrir. Fæ mér oft banana eða epli og hnetusmjör. Döðlur og hnetur t.d. kasjú, wal, heslihnetur eða möndlur.

Síðan er ég alltaf að borða ávexti á milli mála, elska mangó, kiwi, epli, döðlur, banana og melónu svo dæmi sé tekið. Ég nasla líka mikið í hráar hnetur og tek þær oft með þegar ég fer eithvert, því þær gefa góða orku og seddu tilfinningu. Svo legg ég líka mikla áherslu á að drekka mikið vatn allan daginn.

Ég er ekki búinn að ná fyllilega tökum á máltíðum fyrir og eftir æfingar, er ennþá að prufa mig áfram í þeim efnum. Ég geri ímyslegt og er óhræddur við að prufa.

Fyrir æfingar (ca. 2,5 tímum) fæ ég mér hræring. Fínt að hafa góð kolvetni þar t.d. ávexti og kannski haframjöl. Get þó ekki fengið mér hræring svona stuttu fyrir leiki þar sem ég er órólegri í maganum þá. Stundum fæ ég mér hafragraut með fræjum og ávöxtum.

Eftir æfingar fæ ég mér oftast ávexti og hnetur eða hræring. Döðlur og kasjúhnetur eru í sérstöku uppáhaldi.

Ég er ekki mikill aðdáandi fæðubótarefna. Ég á nokkur efni uppí skáp en þau eru þá lífræn, t.d. Hveitigras duft, klórella duft, maca duft svo eithvað sé nefn. Einnig tek ég tvö vítamín. Vítamín b12 því það fæst ekki í jurtaríkinu (reyndar umdeilt, en ég geri það til öryggis). Tek bara sprey svona tvisvar í viku. Síðan tek ég D vítamín, því það kemur úr sólinni og ef þú býrð á norðlægum slóðum þá færðu það ekki stóran hluta ársins þaðan.

Vonandi hjálpar þetta einhverjum.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *