Veggie borgarar

Ég bjó til Veggie borgara í fyrsta sinn um daginn og heppnuðust þeir bara nokkuð vel. Ég á klárlega eftir að prufa mig áfram á þessu sviði og bæta þessa uppskrift. En svona er fyrsta veggie borgara uppskriftin mín:

 • 1/2 rauðlaukur
 • 1/2 sellerí stilkur
 • 1-2 hvítlauksgeirar
 • smá sojasósa
 • 1 dós svartar baunir (400 g) (hægt að nota aðra bauna tegund líka)
 • krydd, eftir smekk:
  • Kúmen
  • paprika
  • oregano
  • svartur pipar
  • sjávar salt
  • grænmetiskraftur (ég notaði grænmestiskraftinn frá Sollu)
 • Brún hrísgrjón eftir þörfum (fínt að nota afgang)
 • 1 bolli hakkaðar kasjú hnetur

Ég setti laukinn, hvítlaukinn, selleríið, sojasósuna, baunirnar og kryddin í blandarann (matvinnsluvél virkar líka) og blandaði saman. þegar þetta var orðið nokkuð vel hakkað þá setti ég innihaldið í skál og bætti kasjú hnetum og brúnum hrísgrjónum (gott að nota afgang) við þangað til að þetta var orðið nægjanlega þykkt. Síðan mótaði ég borgara úr kássunni, setti á bökunarpappír og inní ofn á ca. 200 gráður C í 20 mín. Þetta var nóg til þess að gera 9 borgara. Það er fínt að frysta afganginn og nota seinna.

Eins og ég segi þá var þetta fyrsta veggie borgara tilraunin mín og heppnaðist hún nokkuð vel en ég mun fínpússa þessa uppskrift eithvað, læt ykkur vita þegar ég er búinn að fullkomna hana.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *