Brúnkaka Gænkerans (hráfæði)

Ég ætla að deila með ykkur einni af minni uppáhalds uppskriftum. Hún hefur fengið nafnið Brúnkaka grænkerans sem gæti verið villandi fyrir nokkra, því þetta er ekki eins og hefðbundnar kökur sem fólk þekkir. Þessi sérstaka brúnkaka er hrá, með hnetusmjörsáferð og sætu súkkulaði bragði. Ég elska að borða þetta eftir kvöldmat, svalar sætuþörfinni alveg. Ég jafnvel borða þetta stundum eftir átök þar sem þetta er kaloríu og næringarík sprengja. Ég hvet ykkur til þess að nota gæða hráefni, best er að hafa hnetur og fræ hrá (ekki ristuð né söltuð, o.s.frv.), döðlurnar þurfa að vera ferskar svo þær geti blandast vel við.

  • 1/4 bolli Möndlur
  • 1 bolli Valhnetur
  • 1/8 bolli Hörfræ
  • 1/8 bolli Sesamsfræ
  • 1/8 bolli Chiafræ
  • 1/4 bolli Brasilíuhnetur
  • 1/4 bolli Heslihnetur
  • 1/8 bolli Graskersfræ
  • 1 tsk hreint hrátt Kakóduft
  • 8-10 ferskar Döðlur

Öllu hent í öflugan blandara eða matvinnsluvél og hakkað vel saman. Þegar allt er vel blandað saman þá má búa til litla bolta úr deginu og setja kókos utanum og svo njóta.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *