Túrmerik drykkur

Túrmerik er sagt hafa mjög góða áhrif á heilsu fólks, allt frá því að minnka bólgur yfir í það að berjast gegn krabbameini. Ég get ekki lofað ykkur hvað túrmerik gerir, því ég hef ekki gert né lesið neinar tendar rannsóknir. En ég get sagt ykkur það að mér líður tudda vel þegar ég tek það inn og mæli ég þess vegna með því. Túrmerik er unnið úr samnefndri rót sem líkist engiferrótinni, það er notað í karrý og gefur því sterka gula litinn. Túrmerik er að finna í krydd deildum verslana undir nöfnunum túrmerik, gurkemeja eða kurkuma (kannski fleirum). Ég gerði mér túrmerik drykk sem mér langar að deila með ykkur.

  • Túrmerik smá
  • Sítróna 1/4
  • Döðlur 3
  • cayenne pipar smá
  • Hveitigras duft smá
  • Klórella (Chlorella) duft smá
  • Maca duft smá
  • vatn og klakar eftir smekk

Macca duft er eins og túrmerikið unnið úr rótargrænmeti og er talið hafa góð áhrif á heilsu fólks. Sama á við um klórella sem er unnið úr grænum þörungum. Ég hef prufað að rækta hveitigras heima hjá mér og er það mjög gefandi og skemmtilegt. En þegar ég nenni því ekki þá á ég alltaf einn poka af hveitigrasdufti í ofurfæðisskúffunni minni sem ég nota við og við í hræringana mína. Cayenne piparinn set ég bara til að reyna að vera smá harður en piparinn er víst mjög góður fyrir heilsuna líka, jurtaríkið kemur manni stanslaust á óvart. Náttúran sér um sína eins og sagt er.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *