Superbar: Gott millimál

Mér finnst mikilvægt að hafa gott millimál klárt við höndina þegar ég fer inní daginn. Ávextir eru vinsælir hjá mér t.d. Epli, banani, kíví, pera og döðlur, bara eitthvað sem er gott og auðvelt að henda í sig. Einnig hef ég oft hnetur á reiðum höndum eins og möndlur, kasjú-, valhnetur o.s.frv.

Stundum vill maður gera vel við sig og þá koma orku stykkin sterk inn. Þar þarf að vanda valið eins og annarsstaðar, passa viðbætta sykurinn og aukaefnin, finna stykki sem eru úr alvöru hráefnum. Eitt af mínum uppáhalds er Superbar. Það uppfyllir öll mín gæða skilyrði, það er úr lífrænum hráefnum, mest megnis hráfæði (90%), óerfðabreytt, enginn unninn sykur. En það besta við Superbar að mínu mati er “ofurfæðan”. Það inniheldur m.a. Hveitigras, bygggras, spírulína, rauðrófur og fleira sem eykur næringagildið til muna. Einnig inniheldur Superbar chiafræ, spíruð hörfræ og kínóa. Fulla innihaldslýsingu er hægt að sjá hér að neðan.

Það er hægt að gera vel við sig og hugsa um heilsuna á sama tíma. Við þurfum bara að vanda valið, lesa innihaldslýsingar og taka þar með valdið í okkar hendur.

Screen Shot 2015-09-02 at 11.11.33 PM

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *