Salat og Baunir

Langaði bara að deila með ykkur einum einföldum kvöldverð sem mér líkar vel við. Það þarf ekki að vera neitt flókið þegar gera á kvöldverð. Bara hellingur af smátt skornu grænmeti og ávöxtum í skál og svo tilbúnar lífrænar baunir til hliðar.

í salatið notaði ég:

  • little Gem lettuce (Enska)
  • Klettasalat (rucola)
  • Mango
  • Rauðlaukur
  • Avókadó
  • Grænar Ólivur
  • Tómatar
  • Paprika

Salat er ekkert heilagt bara henda því sem ykkur langar í, í skál og blanda saman. Magnið er valfrjálst, bara eftir hentusemi. Grunnurinn sem ég notaði var salat sem kallast hjertesalat á norsku eða little gem lettuce á ensku (veit ekki íslenska heitið). Oft nota ég líka spínat eða bara það sem mér dettur í hug. Ég helti vökvanum af ólivunum yfir salatið, það gefur gríðarlega gott bragð og gerir olíur alveg óþarfar.

Baunirnar sem ég notaði vour linsu- og nýrnabaunir. Ég notaði tilbúnar lífrænar baunir, hitaði þær smá á pönnu og kryddaði létt. Það er einnig hægt að hafa þær kaldar með.

Svo er það bara að njóta.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *