Sætar kartöflur í ofni

Hér er ein mjög einföld aðferð til að matreiða sætar kartöflur:

  • Sætar kartöflur
  • Rauðlaukur
  • Kókosolía

Sætu eru skornar í bita, rauðlaukurinn eins smátt og ykkur sýnist svo smá kókosolía yfir, allt í eldfast mót og inní ofn. Ca. 180 celsíus gráður í 4o mín eða þangað til kartöflurnar eru orðnar mjúkar og fínar. Þetta er frábær meðlætisréttur, eða sem grunnur fyrir grænmetismáltíð. Ég fæ mér oftast baunir og salat með þessu. Ef ég er í miklu stuði þá hendi ég fleiri tegundum af rótargrænmeti með, t.d. gulrótum, rauðrófum, rófum og sellerírót. Njótið.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *