Rauður pestó hummari

Hérna er ein óhefðbundin uppskrift að tuddalega góðum Hummara með sólþurkuðm tómötum.

 • Kjúklingabaunir 1 dós
 • Sólþurkarðir tómatar 100 g
 • Kasjúhnetur smá
 • Kapers 1 teskeið
 • Ólífuolía eftir smekk
 • Krydd: eftir smekk. Ég nota
  • Túrmerik
  • Cayenne pipar
  • næringarger
  • Smá Herbamare kryddblanda með salti

Öllu hent í matvinnsluvélina (eða tveggja hestafla blandara, ef hann til staðar) og hakkað þar til ásættanlegri áferð er náð. Ólífuolíu er bætt við eftir smekk. Ég bæti ekki miklu auka salti við því sólþurkuðu tómatarnir og kapers gefa saltbragð. Þetta er mjög öflugt bauna pestó sem gott er að setja ofaná brauð eða maískökur. Mæli eindregið með því að þið prufið þetta grjótharða pestó, sem gefur orku og kraft.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *