Rauðrófur

Ég hef gríðarlegan áhuga á öllu sem getur aukið almennt heilbrigði, photo 3en ég hef enn meiri áhuga á hlutum sem bæði auka heilbrigði sem og líkamlegan árangur hjá íþróttafólki. Rauðrófur vöktu áhuga minn fyrir nokkru síðan þegar ég sá rannsókn sem benti til þess að neysla á þeim jyki blóðflæði og væri því mjög góðar fyrir íþróttafólk. Ég stóðst ekki mátið og hellti mér útí rauðrófurnar. Prufaði þær hráar, eldaðar, í boozt, rauðrófusafa og rauðrófuduft. Í stuttu máli, líkar mér best við safann og duftið. Safinn er einföld leið til að innbyrða mikið af rauðrófum á einfaldan máta. Duftið er einnig einföld leið til þess að búa sér til snöggan drykk fyrir t.d. æfingu.

Gæðin skipta mig miklu máli. Ég hef verið að prufa rauðrófusafa frá Heilsu ehf. sem kallst Beet It hann er unninn úr lífrænum rauðrófum 90% og 10% úr lífrænum eplum. Hann er ekki unninn úr þykkni heldur er þetta hreinn safi sem er kreistur beint ofaní fernuna, svona vinnubrögð líkar mér.

photo 4Rauðrófuduftið sem ég nota keypti í frábæru fyrirtæki sem heitir Mamma veit best. Það er unnið úr lífrænum rauðrófum og inniheldur ekkert annað, engin aukaefni og kallast Beet juice powder. Ég hvet alla til þess að leggja leið sína í Laufbrekku 30 (Dalbrekkumegin) og skoða gríðarlega gæða mikið vöru úrval sem fyrirtækið mamma veit best hefur uppá að bjóða.

Ég vil einnig mæla með að kaupa hráar rauðrófur út í búð, það er bæði ódýr og góður kostur. Gott dæmi um notkunarmöguleika er að henda þeim út í hræringa og súpur.

Hér fyrir neðan er myndband af síðnunni nutritionfacts.org. Þar fer dr. Michael Greger yfir rannsókn sem gerð var á hjólreiðarmönnum. Þar eru mjög áhugaverðar niðurstöður, í stuttu máli, gátu hjólreiðamennirnir sem fengu sér rauðrófusafa fyrir átök hjólað lengur og voru með meira þrek við sömu súrefnisupptöku. Ég hvet ykkur til þess að horfa á þetta stutta myndband til þess að fá nánari skýringar á þessari rannsókn.

http://nutritionfacts.org/video/doping-with-beet-juice/

Rauðrófum okkur í gang allir saman og ekki hafa áhyggjur af rauðu pissi, það er ekki nýrnabilun heldur áhrif rauðrófunnar.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

2 Comments:

  1. sko eg vissi ad raudrofur væru godar fyrir mann… en nu verd eg ad reyna ad finna svona vørur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *