Pizza Flax

Hef verið að prufa mig áfram með þessa uppskrift að pizza botn og er hún orðin nokkuð vinsæl meðal fólks. Þetta dugði fyrir fjóra einstaklinga með afgang. Hérna er uppskriftin.

Botn

  • Hörfræ 2 bollar
  • Sesamfræ 2 bollar
  • Graskersfræ 1 bolli
  • Heilhveiti 1 bolli
  • Volgt vatn 2 bollar
  • Næringarger (nutritional yeast) smá
  • Sjávarsalt smá
  • Matarsódi smá
  • Ólífuolía smá

Fræin mala ég niður í duft í öflugum blandara eða matvinnsluvél. Ég hef verið að prufa mig áfram með magnið og skiptir það ekki öllu máli, hef stundum meira af heilhveiti og minna af fræjum. Ég miða mig bara við hlutfallið 3:1 hveiti og fræ á móti vatni. Magnið á hinu innihaldinu er líka smekksatriði.

Ég blanda svo volgu vatni og gerinu saman í skál og læt sitja í smá stund. Blanda svo öllu þurra vel saman áður en ég blanda því við vatnið. Þetta fer svo allt saman í hrærivél og hrærist í smá stund. Ef deigið er of blautt þá er gott að bæta heilhveiti við eftir þörfum. Núna þarf að hnoða deigið og setja í skál smurða með ólifuolíu. Læt degið sitja í smá stund, sný því síðan við til að olían fara yfir allt degið.

Skiptið deiginu niður eftir þörum. Ég skipti þessari uppskrift niður í þrjár meðalstórar pizzur. Rúllið út og setjið álegg að eigin vali, mæli með grænmetinu auðvitað.

Ég setti á mína, kasjúhnetu ost (uppskrift hér), heimatilbúna pizza sósu (uppskrift væntanleg) og svo helling af grænmeti.

njótið

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Pizza flax Pizza flax

 

One Comment:

  1. Bid spennt eftir uppskrift ad sosu og osti en ætla ad bryna mig a tessari gersemi i nanustu framtid!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *