Venjulegur dagur

Fólk virðist vera áhugasamt að vita hvað og hvenær ég borða á venjulegum degi. Setti þetta saman sem gæti gefið ykkur smá hugmynd. morgunmatur 8:00. 1 L hræringur (boozt) þar sem ég blanda öllu mögulegu grænmeti og ávöxtum saman. Er bara eins hugmyndaríkur og hægt er. Bæti svo oft fræjum …

Lesa meira

Mind Body Green

Ein góð grein af heimasíðunni mindbodygreen.com. Skemmtileg síða sem inniheldur margar mjög skemmtilegar og góðar greinar. Mæli með þessari 39 Life Lessons I’ve Learned In 39 Years   +18

Salat og Baunir

Langaði bara að deila með ykkur einum einföldum kvöldverð sem mér líkar vel við. Það þarf ekki að vera neitt flókið þegar gera á kvöldverð. Bara hellingur af smátt skornu grænmeti og ávöxtum í skál og svo tilbúnar lífrænar baunir til hliðar. í salatið notaði ég: little Gem lettuce (Enska) …

Lesa meira

Máttur Viljans

Ég er að lesa bók eftir Guðna Gunnarsson sem heitir máttur viljans. Í stuttu máli fjallar hún um það hvernig taka skuli ábyrgð á eigin lífi og heilsu. Ein málsgrein sat soldið eftir í huga mínum. Mér finnst hún lýsa ágætlega nútíma samfélögum þar sem allt snýst um átök og …

Lesa meira

Veggie borgarar

Ég bjó til Veggie borgara í fyrsta sinn um daginn og heppnuðust þeir bara nokkuð vel. Ég á klárlega eftir að prufa mig áfram á þessu sviði og bæta þessa uppskrift. En svona er fyrsta veggie borgara uppskriftin mín: 1/2 rauðlaukur 1/2 sellerí stilkur 1-2 hvítlauksgeirar smá sojasósa 1 dós …

Lesa meira

Prótein mýtan

Algengasta spurning sem ég fæ varðandi mataræðið mitt er hvaðan ég fæ próteinið. Ef ég er alveg hreinskilinn þá hefur prótein og magn þess verið minnsta vandamálið, ef hægt er að tala um vandamál yfir höfuð, sem ég hef átt við að etja eftir að hafa breytt um  lífstíl. Mig …

Lesa meira

Brownies

Einfaldar en tuddalega góðar brownies. Innihald: þurrt: heilhveiti 1 bolli kókosflögur 1/2 bolli hreint kakóduft 100 % 1 bolli matarsódi 2 teskeiðar kanill smá salt smá blautt: 2 epli maukuð í blandara með smá vatni (eða epplamauk 1 bolli) hunang hlynsíróp 100% döðlur ca. 6 Þetta er einfalt. Henda öllum þurrum innihaldsefnum …

Lesa meira

BBQ – Sósa

Ég prufaði að henda í eina heimalagaða bbq sósu, hún heppnaðist svo vel að ég varð hálf klökkur. Ég notaði hana ofan á veggie borgara sem var mjög góð blanda en ætla síðan að prufa hana með fleiri réttum. Hérna er uppskriftin: hvítlaukur 2 geirar rauðlaukur 1/3 kókosolía smá tómatpúrra …

Lesa meira

Pizza Flax

Hef verið að prufa mig áfram með þessa uppskrift að pizza botn og er hún orðin nokkuð vinsæl meðal fólks. Þetta dugði fyrir fjóra einstaklinga með afgang. Hérna er uppskriftin. Botn Hörfræ 2 bollar Sesamfræ 2 bollar Graskersfræ 1 bolli Heilhveiti 1 bolli Volgt vatn 2 bollar Næringarger (nutritional yeast) …

Lesa meira

Úr ofþjálfun yfir í Grænmeti

Vegna fjölda áskoranna lét ég verða af því að henda upp minni eigin vefsíðu. Aðallega var það kærastan mín hún Sandra Sif  sem hvatti mig og vildi að ég deildi því með heiminum hvað ég væri að borða. Semsagt í desember 2012 breytti ég mataræði mínu yfir í “plant based”. …

Lesa meira