Máttur Viljans

Ég er að lesa bók eftir Guðna Gunnarsson sem heitir máttur viljans. Í stuttu máli fjallar hún um það hvernig taka skuli ábyrgð á eigin lífi og heilsu. Ein málsgrein sat soldið eftir í huga mínum. Mér finnst hún lýsa ágætlega nútíma samfélögum þar sem allt snýst um átök og skyndilausnir.

“Manneskja sem borðar ruslfæði til að geta fitnað til að geta fengið sektarkennd og lágt sjálfsmat til að geta keypt tilboð í líkamsræktina í nokkrar vikur til að geta aftur farið að borða ruslfæði” Guðni Gunnarsson, Máttur viljans

Þessi málsgrein í bókinni fannst mér skemmtileg lýsing á því hvernig hægt er að lifa lífi sínu sem fórnarlamb. Tökum ábyrgð á eigin heilsu og hættum að fara í “átök”. Verum frekar meðvituð um það sem við setjum ofan í okkur og hreyfum okkur hæfilega mikið.

En annars mæli ég eindregið með þessari bók hans Guðna, mjög fróðleg og skemmtileg lesnin.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *