Kryddað döðlumauk

Kryddað ávaxtamauk finnst mér fín þýðing á orðinu chutney. Þetta tiltekna ávaxtamauk er gert úr döðlum og er svakalega gott. Það er hægt að borða með flest öllum mat, sem sósa, sem meðlæti, sem álegg, bara nota hugmyndaflugið. Ég borðaði þetta sem sósu/meðlæti með brokkolí buffi og var það mjög gott saman. Mamma fékk þessa uppskrift í hendurnar, aðlagaði og breytti, eins og hún gerir svo vel. Hér kemur uppskriftin, kryddað döðlumauk, gjöriði svo vel:

 • 1 bolli Döðlur
 • 1 stk ferskur eldpipar (chilli) (2 stk ef þið eruð í stuði)
 • smá engiferrót
 • 3 hvítlauksrif
 • 3/4 bolli ólífuolía
 • 1/4 eplaedik
 • smá balsamik edik
 • 1/2 bolli hnetur (t.d. kasjúhnetur, möndlur)
 • 1/4 bolli rúsínur
 • 1 tsk sinnep
 • smá ferskt rósmarín

þessu er öllu hent í matvinnsluvél eða öflugan blandara og blandað þangað til áferðin er orðin ásættanleg. Mér finnt gott að hafa þetta svolítið gróft. Svo er um að gera að prufa sig áfram með þessa uppskrift, bæta við nýjum kryddum og taka önnur út, veriði frjó og enga hræðslu.

Njótum stundarinnar núna, hún er það eina sem við eigum.

“Yesterday’s the past and tomorrow’s the future. Today is a gift which is why they call it the present.” Bill Keane

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *