Kínóa að hætti Vigga Keeper

Ég fékk í hendurnar tudda góða uppskrift af kínóa salati frá Vigni Jóhannessyni betur þekktur sem Viggi Keeper. Vignir er markvörður hjá knattspyrnuliði Selfoss. Hann hefur mikinn áhuga á hollum lífsstíl og árangri í íþróttum. Hér er uppskriftin hans og get ég vottað fyrir það að hún stendur svo sannarlega fyrir sínu, bæði næringarrík og bragðgóð.

  • Kínóa 1 bolli
  • Svartar baunir 1 dós
  • Tómatur
  • Paprika
  • Sveppir
  • Spínat
  • Salsa sósa

Það þarf að hreinsa kínóa fræin áður en þau eru notuð, annað hvort að leggja þau í bleyti í nokkra tíma eða með því að setja í sikti og skola með vatni. Notið tvöfalt magn af vatni á móti kínóa til að elda það og eldið þar til vatnið hefur gufað upp og fræin orðin upphleypt. Gott er að elda kínóa fræin með msg lausum grænmetiskraft, ca. tvær matskeiðar. Auðvitað getiði eldað baunirnar sjálf en það er auðveldast að kaupa tilbúnar lífrænar baunir í dós,  skola og þær eru klárar. Tómatarnir, paprikan, sveppirnir og spínatið er notað hrátt og skorið í bitastærð að eigin vali auðvitað. Salsa sósan gefur svo gott bragð, hérna er auðvitað hægt að velja sér mismunandi tegundir en ég hvet ykkur til þess að nota gæði. Lesið innihaldslýsingar og forðist aukaefni og viðbætta sykur. Blandið öllu saman í skál og hámið þessu í ykkur.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *