Hræringur með Ashwagandha

Ashwagandha er ofurfæða sem ég er nýbúinn að uppgötva. Jurtin er talin hafa ýmsa virkni, allt frá aukinni einbeitingu til bólgueyðandi áhrifa á líkamann. Fyrstu kynni mín af henni eru góð og mun ég halda áfram að notast við jurtina og prufa mig áfram með hana.

Hér er uppskriftin af hræringnum:

 • 3 Bananar
 • Steinselja
 • 1 tsk Ashwagandha
 • 2 msk Hamp prótein
 • 1 msk Hörfræolía
 • Nokkrir dropar Sítrónusafi
 • 1 msk Kókosolía
 • 1 msk Chiafræ
 • klípa Sjávarsalt
 • Sojamjólk og Vatn eftir smekk
 • Klakar eftir smekk

Sem vökva notaði ég lífræna sojamjólk og vatn í hlutföllunum 1:3 vatni í vil, en það er smekksatriði.

Blandið og njótið.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *