Guakari og paprika

Ég fór í matarboð um daginn þar sem boðið var uppá guakara (guacamole) og papriku til dýfingar. Ég er mikill aðdáandi heimatilbúins guakara en hafði ekki dottið í hug að dýfa papriku ofan í. Þetta hitti rækilega í mark hjá mér og vil ég deila uppskriftinni með ykkur, hún er mjög einföld.

  • 2 Avókadó (lárpera á íslensku)
  • 1 meðalstór tómatur
  • 1/3 rauðlaukur
  • salt og pipar eftir smekk

Skerið laukinn og tómatinn í litla bita og blandið saman við avocado í skál. Hrærið allt saman og kryddið. Ég set oft næringarger til bragðbætingar en það er ekki nauðsynlegt.

Dýfið svo papriku í og bara öllu öðru grænmeti sem ykkur dettur í hug. Þarna eruð þið komin með frábært snakk og næringarsprengju í sama pakkanum. Njótið.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

One Comment:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *