Grænkerar og Íþróttir: Timothy Bradley

Fjölmargt íþróttafólk hefur farið svipaða leið og ég og gerst grænkerar (finnst þetta gott íslenskt orð yfir vegan). Mig langar til þess að kynna fyrir ykkur reglulega hér á síðunni afreksfólk sem eru grænkerar. Það er aragrúi af afreksfólki þarna úti sem er á grænmetisfæði og langar mig að sýna fram á að þessir einstaklingar geti vel að náð langt í íþróttum og jafnvel bætt árangur sinn.

Fyrsti íþróttamaðurinn sem ég ætla að taka fyrir er boxarinn Timothy Bradley. Timothy er með ansi góða tölfræði en hann er ósigraður í 31 bardaga. Hann er núverandi WBO meistari í welter vigt eftir að hafa sigrað Manny Pacquiao.

Það sem mér finnst áhugaverðast varðandi Timothy er að hann er bara grænkeri þegar hann æfir fyrir bardaga. Hann fer þessa leið eingöngu með sinn hag fyrir brjósti, þ.e.a.s. til þess að verða betri boxari. Hann segir að þegar hann borðar mikið grænmeti og sleppir dýraafurðum þá finnst honum hann ná bestum líkamlegum og andlegum árangri.

Hann segir í myndbandinu hér að ofan hvað honum finnst hugsanir sínar skýrar. Ég get tengt við hann þarna, það er skrítið að segja þetta og erfitt að útskýra en hausinn er skýrari og þú ert í meira andlegu jafnvægi. Hann talar einnig um hversu orkumikill hann er. Segir meira að segja að hann eigi erfitt með að sofa sumar nætur því hann hefur svo mikla orku. Flestir sem breyta mataræði í þessa átt tala einmitt um þetta, þ.e.a.s. orkuna og hvað grænmetið gefur mikið af henni.

Hérna er annað myndband sem mér finnst áhugavert vegna þess að hann talar um sjálfan sig sem kjötætu og ást sína á kjöti. En þegar hann æfir þá líður honum best og hann nær bestum árangri á grænmetisfæði.

Eitt að lokum um gömlu próteinklisjuna.

Mér fannst Timothy Bradley vera áhugaverður afreksmaður til þess að kynna fyrir ykkur vegna þess að hann er Boxari í heimsklassa. Einnig vegna þess að hann er grænkeri bara þegar hann æfir og gerir þetta einingus til þess að ná betri líkamlegum sem og andlegum árangri.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *