Burnirót (Arctic Root)

Arctic rootÉg hef gríðarlegan áhuga á öllu sem getur aukið almennt heilbrigði, en ég hef enn meiri áhuga á hlutum sem bæði auka heilbrigði sem og líkamlegan árangur hjá íþróttafólki. Ég hef verið að taka arctic root eða Burnirót í einn mánuð og langar mér að segja frá minni reynslu.

Fyrst vil ég segja að ég trúi ekki á neina galdra lausn eða eina pillu sem læknar allt. Ég fræddi mig um Burnirótina og komst að því að hún passar mjög vel inní það sem ég er að gera. Þetta er náttúrulegt bætiefni unnið úr rót Rhodiola rosea plöntunar. Plantan vex á norðlægum slóðum og er því mjög harðgerð, rót hennar hefur verið notuð í mörg þúsund ár meðal annars af víkingunum.

Ég hef verið að prufa Burnirótina sjálfur, hef tekið tvær töflur á dag, eina á morgnanna og eina seinnipartinn fyrir æfingu. Áhrifin sem ég tók eftir hvað fyrst var aukin einbeiting. Þessi áhrif voru mjög áberandi fyrir mig, ég fann það sérstaklega þegar ég var að lesa greinar eða skrifa pistla hvað ég gat haldið mér lengur við efnið án þess að slen færðist yfir mig. Orkulega fann ég smávægilegan mun en aðalega í verkefnum sem kröfðust einbeitingar. Einbeitingin er auðvitað gríðarlega mikilvæg í íþróttum og því finnst mér mjög gott að taka burnirótina fyrir æfingar og leiki. Það hjálpar mér að halda mér við efnið og halda einbeitingunni á réttum stað allan tímann, en það getur oft verið erfitt þegar þreytan fer að færast yfir á löngum æfingum eða í leikjum. Í haust er ég að byrja í háskólanum aftur og hlakka ég mikið til að fá hjálp burnirótarinnar við að halda mér við efnið á löngum dögum lestrar og náms.

Ég mæli eindregið með því að fólk prufi burnirótina til þess að auka orku og einbeitingu. Prufið að sleppa orkudrykkjum og öðrum örfandi efnum og farið aftur til náttúrunnar. Hún mun gefa ykkur langvarandi orku sem og einbeitingu án þess að brenna kerti ykkar í báða enda.

Burnirótin sem ég hef verið að taka er frá Heilsu ehf. og fæst í heilsuhúsinu. Ég mæli eindregið með Burnirótinni.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *