Brownies

Einfaldar en tuddalega góðar brownies.

Innihald:

þurrt:

  • heilhveiti 1 bolli
  • kókosflögur 1/2 bolli
  • hreint kakóduft 100 % 1 bolli
  • matarsódi 2 teskeiðar
  • kanill smá
  • salt smá

blautt:

  • 2 epli maukuð í blandara með smá vatni (eða epplamauk 1 bolli)
  • hunang
  • hlynsíróp 100%
  • döðlur ca. 6

Þetta er einfalt. Henda öllum þurrum innihaldsefnum saman í skál og blanda vel. Blanda blautum saman sér. Hakka eplin í blandarann með smá vatni þar til það verður að eplamauki, en hægt er að nota tilbúið eplamauk líka. Bæta svo við döðlum og hakka vel með eplamaukinu. Ef ekki er til öflugur blandari eða matvinnsluvél þá er hægt að sleppa döðlunum, en ég mæli ekki með því, því þær eru mjög hollur valkostur sem sæta. Sætan (hunang og hlynsíróp) er samtals 3/4 úr bolla, fólk ræður hvernig hlutföllin eru, hægt að nota agave síróp eða kókossykur líka (o.fl. auðvitað). Bæta restinni við og blanda þurrum og blautum innihaldsefnum saman í eina skál. Þá er þetta klárt fyrir form, setja í ofn og baka í ca. 20 – 30 mín á 180 – 200° C. 

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *