Blandari er ekki sama og blandari!

Í mínu daglega lífi og amstri nota ég blandara gríðarlega mikið. Ég byrja morgnana á að fá mér kjarngóðan hræring með bestu mögulegu hráefnum til að hefja daginn, stundum aftur um miðjan dag til að hafa með mér á æfingu og síðan er ekki óalgengt að henda í góða hráköku á kvöldin. Þessi mikla notkun kallar á alvöru blandara – ekki bara einhvern heldur öflugan og endingargóðan. Ég hef átt nokkra „venjulega“ blandara í gegnum tíðina sem ekki hafa þolað álagið. Fyrir nokkrum árum fjárfesti ég í alvöru 2ja hestafla blandara frá Vitamix sem ég hef verið duglegur að lofa, enda frábær í alla staði. Slíkir gripir eru ekki ókeypis og því tala ég um hann sem mína fjárfestingu – sem það sannarlega er.

Á dögunum rakst ég á blandara, sem kallaður er „Power blender 1500 watt“ í heilsubúðinni “Mamma veit best” í Kópavogi. Hestöflin vöktu athygli mína sem og verðið og fyrir forvitnissakir ákvað ég að spyrja hvort ég mætti taka gripinn í smá prufukeyrslu. Satt að segja átti ég ekki von á að hann stæðist mínar kröfur, en nú hef ég notað hann í nokkra mánuði, kvölds og morgna og legg á hann allar þær þrautir og ég geri við minn gamla og góða. Í stuttu máli stenst þessi gripur allar mínar gæðakröfur, enda hefur hann staðið sig eins og hetja í öllu mínu „mixi“. Hann kemur skemmtilega á óvart og rúsínan í pylsuendanum er verðið. Blandarinn ber 2ja ára ábyrgð og ég mæli eindregið með að þið skoðið hann í Mamma veit best og fáið ráðleggingar um notkun. Þessi öflugi blandari, sem seldur er á organic.is stenst mínar gæðakröfur, og fær svokallaðan “ASA standard”.

powerblend-1500-watt

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *