BBQ – Sósa

Ég prufaði að henda í eina heimalagaða bbq sósu, hún heppnaðist svo vel að ég varð hálf klökkur. Ég notaði hana ofan á veggie borgara sem var mjög góð blanda en ætla síðan að prufa hana með fleiri réttum. Hérna er uppskriftin:

 • hvítlaukur 2 geirar
 • rauðlaukur 1/3
 • kókosolía smá
 • tómatpúrra 300 g
 • tómatsósa smá
 • hlynsíróp 100 % (eða önnur sæta) smá
 • sojasósa (mæli með lífrænni) smá
 • eplaedik 1/2 bolli
 • chilli krydd smá
 • papriku krydd smá
 • sinneps duft smá
 • salt og pipar smá

Ég sýð hvít- og rauðlaukinn í kokosolíunni í nokkrar mín. Bæti síðan kryddunum við og hræri vel, hendi síðan restinni ofaní, í engri sérstakri röð. Læt sjóða í smá stund og svo malla í svona 30 mín eða lengur (því lengur, því betra). Bæti við salti og pipar eftir þörfum. Eplaedikið gerði ansi mikið fyrir sósuna, gaf henni þennan bbq fílíng. Ég notaði 100% maple síróp sem sætu, eflaut hægt að nota eithvað annað í staðinn eins og kókos sykur.  þið getið prufað ykkur áfram með magnið á kryddunum, ég man ekki nákvæmlega hvað ég notaði mikið af hverju.

Ég mæli með lífrænni sojasósu, reyndar mæli ég með öllu lífrænu, en það er svo algegnt að soyjabaunin sé erfðabreytt og með því að velja lífrænt þá er maður öruggur um að svo sé ekki.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *