Baunasúpa

Hérna er uppskrift að einfaldri og mjög góðri baunasúpu.

 • Linsubaunir
 • Gulrætur
 • Sætar kartöflur
 • Rauðlaukur
 • Hvítlaukur
 • Kókosolía
 • Kókosmjólk (eða vatn)
 • Grænmetiskraftur
 • Krydd

Linsubaunirnar legg ég í bleyti yfir nótt áður en ég nota þær, einnig þarf að hella vatninu af baununum og skola þær fyrir notkun. Ég set kókosolíuna í pott ásamt lauknum og steiki hann létt. Set svo allt annað grænmeti í pottinn ásamt kókosmjólkinni og/eða vatni. Mér finnst betra bragð af súpunni með kókosmjólk. Svo er baununum bætt við og kryddunum og allt látið malla þar til baunirnar og grænmetið er orðið mjúkt og fínt. Hvernig súpan er krydduð er mjög persónubundið en ég nota msg lausan grænmetiskraft, oregano, steinselju, svartan pipar, chilli og cayenne pipar svo eithvað sé nefnt. Enn og aftur snýst þetta um að nota hugmyndaflugið og ekki gera eins og áður, þora að breyta til. Svo á bara eftir að töfrasprota allt draslið eða ekki, þið ráðið auðvitað.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

2 Comments:

 1. Hæ hæ

  Er búin að lesa síðuna þína og finnst ferðalag þitt mjög aðdáunarvert 🙂 Ég er ein af þeim sem ætla alltaf að byrja í næstu viku eða næstu mánaðamót að borða holla fæðu, ég er frekar mikill nammigrís 🙂 Ég ætla að byrja á því að taka úr fæðunni minni sykur, hveiti og unnar matvörur (gott að byrja á þessu) Ég er mjög spennt að prófa linsubaunasúpuna og ætla að elda hana annað kvöld fyrir fjölskylduna.

  • Sæl Hulda

   Það er frábært að heyra, ég mæli eindregið með baundasúpinni, hún er virkilega góð.
   En mundu að mikilvægast er að taka eitt skref í einu, þetta er mjög góð byrjun hjá þér og byggðu svo ofaná þetta 🙂
   gangi þér sem allra best.

   kv. Arnór Sveinn

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *